Skip Navigation LinksForsíða > Blogg > Töfrar haustsins.....

Töfrar haustsins.....
Skrifað þann 11.9.2013

Nú þegar síðsumar er gengið í garð og bjartar sumarnætur eru að baki....tekur haustið við með sínum sérstöku töfrum.  Því fylgir ákveðin kyrrð og dulúð.  Uppáhaldstími hjá mörgum, náttúran tekur sífellt á sig nýjar myndir.....við ólík birtuskilyrði  og með sinni yndislegu litasinfóníu.
Kertatímabilið aftur hafið og yfir okkur kemur þessi tilfinning..... að gera hlýlegt fyrir allt sem við elskum  og njótum að hafa í kringum okkur.   Þá er fátt skemmtilegra en að gleyma sér í fallegum fylgihlutum.....til að skapa sér ákveðinn stíl inni á heimilinu.....með ást og kærleika. Njótið haustsins og þeim.....sérstöku töfrum sem því fylgir.....