Uppáhalds tíminn; Skrifað þann 17.11.2013
Nú þegar skammdegið er skollið á.....er gott að berjast gegn myrkrinu
með því að fjölga ljósunum í kringum okkur, enda tími hefða í hugum
margra að fara í hönd. Seríur og kertaljós blása nýju og skemmtilegu
lífi í umhverfi okkar.....og í huga margra uppáhalds tíminn að fara í hönd.
Margir byrja að tína fram jólaskraut og nú er kopar, gylllt og gamaldags
málið..... gylltir og glasandi munir taka yfir, svo spennandi.....gyllti liturinn
umbreytir þannig hversdagslegasta umhverfi að ekki verður um villst að
nú fer að styttast í aðventuna. En þangað til ljós og friður.....;)
|